Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tómas sæmdur riddarakrossi
Þriðjudagur 1. janúar 2019 kl. 21:06

Tómas sæmdur riddarakrossi

Tómas Knútsson vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins hlaut í dag, nýársdag,
riddarakross fyrir framlag á vettvangi umhverfisverndar. Fjórtán Íslendingar voru í dag sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 
 
Þeir eru:
 
1. Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Dalvík, riddarakross fyrir framlag til
þróunar atvinnulífs í heimabyggð
 
2. Árni Magnússon fyrrverandi skólastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf á
vettvangi félags- og skólamála
 
3. Björg Thorarensen prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á
sviði lögfræði
 
4. Georg Lárusson forstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
 
5. Guðríður Ólafs Ólafíudóttir fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, Reykjavík,
riddarakross fyrir framlag til velferðar- og mannúðarmála
 
6. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, Bretlandi, riddarakross fyrir framlag
til fornleifarannsókna
 
7. Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnarlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á
vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu
 
8. Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor, Akureyri, riddarakross fyrir störf á
vettvangi menntavísinda
 
9. Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi alþingismaður, Kópavogi, riddarakross fyrir
störf í opinbera þágu
 
10. Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til
íslenskrar tónlistar og jafnréttismála
 
11. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir
framlag til mannréttindamála og réttindabaráttu
 
12. Tómas Knútsson vélvirkjameistari og stofnandi Bláa hersins, Sandgerði,
riddarakross fyrir framlag á vettvangi umhverfisverndar
 
13. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag
til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar
 
14. Þórhallur Sigurðsson leikari og tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir
framlag til íslenskrar menningar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024