Tómas fann hjólastól í Garðsjó
Sem betur fer var enginn í honum, sagði herforingi Bláa hersins.
Tómas Knútsson „herforingi“ Bláa hersins hefur á undanförnum árum tekið upp 18 tonn af drasli úr sjónum við Gerðabryggju í hreinsunarstörfum sínum. Nýlega fann hann hjólastól á sjávarbotni.
„Núna er höfnin lokuð fyrir umferð, annars færi allt í sama farveginn. Hvað þarf til að vekja þessa þjóð mína til meðvitundar um að skila rusli í endurvinnsluferli,“ segir Tómas á Facebook síðu sinni.
Tómas svarar einum af vinum sínum á síðunni þegar hann spurði um hjólastólinn sem hann fann í sjónum og herforingi Bláa hersins svaraði svona: Hjólastóll frá Garðvangi, sem betur fer var enginn í honum“.