Tölvum stolið í innbroti í FS
Sex fartölvum og tveimur 17 tommu flatskjám var stolið í innbroti í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um helgina. Höfðu þjófarnir komist inn með því að spenna upp glugga. Brotamennirnir unnu einnig skemmdir á loftklæðningu er þeir reyndum án árangurs, að taka niður skjávarpa.
Í gærdag varð harður árekstur á gatnamótum Flugvallavegar og Frekjunnar. Ökumaður og farþegi annarrar bifreiðarinnar voru flutt á HS til skoðunar en ökumaðurinn kenndi sér eymsla undan bílbeltinu og farþeginn hafði meiðst á hálsi. Fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með dráttarbifreið.
Einn ökumaður var kærður fyrir vanbúnað bifreiðar sinna, en útblásturskerfi hennar var mjög ábótavant eftir því sem kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Vogavegi í gærkvöldi. Mældur hraði var 116 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Í gærdag varð harður árekstur á gatnamótum Flugvallavegar og Frekjunnar. Ökumaður og farþegi annarrar bifreiðarinnar voru flutt á HS til skoðunar en ökumaðurinn kenndi sér eymsla undan bílbeltinu og farþeginn hafði meiðst á hálsi. Fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með dráttarbifreið.
Einn ökumaður var kærður fyrir vanbúnað bifreiðar sinna, en útblásturskerfi hennar var mjög ábótavant eftir því sem kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Vogavegi í gærkvöldi. Mældur hraði var 116 km þar sem hámarkshraði er 90 km.