Tölvum og lyfjum stolið frá Þroskahjálp
Brotist var inn í Ragnarssel dagvistun fyrir fötluð börn í nótt. Gluggi hafði verið spenntur upp á skrifstofu stjórnanda Ragnarssels og þaðan teknir tveir tölvuturnar af gerðinni HP Compaq og einum tölvuskjá af gerðinni Dell. Vídeó-upptökuvél var einnig stolið af Canon gerð. Einnig var tekinn sjónvarpsflakkari sem hýsti mikið af ljósmyndum og öðru efni sem starfsfólk vill endilega endurheimta. Starfsmaður Ragnarssels sagði í samtali við VF að tölvurnar sem slíkar skiptu kannski ekki höfuðmáli, heldur innihald þeirra, en mikið af mikilvægum upplýsingum er á tölvunum. Lyf voru einnig tekin af staðnum, m.a rítalín og smáræði af peningum.
Viljum við endilega benda fólki sem gæti haft upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna.
[email protected]