Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tölvuleikjaforritun fyrir 7-16 ára hjá MSS
Rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema (t.h.) og Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum handsala samning um samstarf um námskeiðahald í tölvuleikjaforritun fyrir börn á aldrinum 7-16 ára í Reykjanesbæ í sumar.
Fimmtudagur 9. maí 2013 kl. 13:24

Tölvuleikjaforritun fyrir 7-16 ára hjá MSS

Á dögunum undirrituðu Rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema og Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum samning um samstarf um námskeiðahald í tölvuleikjaforritun fyrir börn á aldrinum 7-16 ára í Reykjanesbæ í sumar.

Á námskeiðunum fá krakkarnir kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Kennslan byggir á leikjaforritun auk þess sem fléttað er inn í kennsluna hugarkortum og flæðiritum við hönnun leikjanna.

Að sögn Rakelar sérhæfir Skema sig í rannsóknum og kennslu í forritun á öllum skólastigum. Fyrirtækið hefur þróað námskeiðaröð og aðferðafræði í forritunarkennslu sem byggir á því að með ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik sjái nemendur að forritun sé bæði áhugavert og skemmtilegt fag. Notast er við þrívíð forritunarumhverfi og er jafningjakennsla (e. peer-teaching) hluti aðferðafræðinnar, en hún veitir kennara stuðning, gefur nemendum tækifæri til að fá nálgun jafningja og eykur færni og áhuga jafningjakennara. Gaman er að segja frá því að  Skema vinnur nú að útflutningi á aðferðafræði og námskeiðum sínum og stefnir að því að opna skrifstofu í Bandaríkjunum næstkomandi haust.
Þetta er fyrsta skrefið í samstarfi þessara tveggja fyrirtækja og má búast við fleirum áhugaverðum námskeiðum með haustinu bæði fyrir almenning og kennara að sögn Guðjónínu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024