Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tölvu með mikilvægum gögnum stolið frá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ
Sunnudagur 25. desember 2011 kl. 16:11

Tölvu með mikilvægum gögnum stolið frá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ

Brotist var inn hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ í nótt. Meðal þess sem stolið var er tölva með mikilvægum og viðkvæmum upplýsingum. Anna Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjölskylduhjálpinni á Suðurnesjum, óskar eftir því að þeir sem hafa tölvuna undir höndum komi að minnsta kosti harða diskinum úr henni til skila, því þar séu mikilvægar upplýsingar fyrir fjölskylduhjálp og gögn sem skipti fjölskylduhjálpina miklu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúða var brotin á fyrstu hæð þar sem tölvunni var stolið. Þá var farið inn í herbergi þar sem gjafir til Fjölskylduhjálpar eru geymdar og þar stolið hlífðarfatnaði og skóm.

Aðkoman í aðsetur fjölskylduhjálparinnar var dapurleg. Þar var allt út um allt þegar lögreglan kom á vettvang í morgun. Þrátt fyrir lætur fjölskylduhjálpin engan bilbug á sér finna. Anna segist hefði geta skilið það ef fólk hefði verið að sækja sér mat en svo var ekki og henni fannst ljótt að sjá eyðilegginguna.