Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tölvu, flökkurum og upptökuvél stolið frá NFS
Fimmtudagur 1. apríl 2010 kl. 16:06

Tölvu, flökkurum og upptökuvél stolið frá NFS



Eins og Víkurfréttir greindu frá fyrir skemmstu varð Virkjun á Ásbrú fyrir barðinu á þjófum. Ýmsir aðilar höfðu komið sér upp aðstöðu í Virkjun, og var Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja meðal þeirra.

,,Þarna var myndefni frá félagslífinu yfir seinustu þrjú ár. Það var bæði í tölvu nemendafélagsins sem var stolið, og á tveimur flökkurum. Eina vonin er að finna upprunalegu spólurnar með efninu, en þó við fyndum það, þá höfum við enga tölvu til að klippa efnið í," segir Sigurður Jónsson, íþróttameistari og meðlimur í skólaþættinum Hnísunni.
,,Það verður tómt vesen að klára önnina eftir áætlun, en við reynum að finna einhverja lausn á þessu."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjófarnir tóku borðtölvu, tölvuskjá, upptökuvél og hljóðkerfi í eigu nemendafélagsins. Búnaðurinn hefur verið notaður til að klippa saman skólaþátt nemendafélagsins, Hnísuna, og vinna að skólablaðinu, Vizkustykki, og því seinni hluti skólaársins í óvissu.