Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 27. júlí 2003 kl. 23:33

Töluvert um hraðakstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar

Lögreglan í Keflavík hefur haft hendur í hári fjölmargra ökufanta síðustu daga. Reykjanesbrautin er oftar en ekki vígvöllur hraðaksturs en einnig hafa menn fengið að finna fyrir sektarboðum lögreglu fyrir að aka geyst innanbæjar. Meðfylgjandi er hraðakstursdagbók lögreglunnar fyrir síðustu viku:Mánudagur:
Á dagvaktinni hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum vegna umferðalagabrota, einn sem ekki var með öryggisbelti spennt og tveir vegna hraðaksturs. Annar mældist, á Reykjanesbraut, á 103 km hraða þar sem leyfilegt er að aka á 70 km hraða. Hinn var mældur, í Njarðvík, á 75 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Kvöldvaktin tók einnig til hendinni: Tveir ökumann voru kærðir fyrir að aka of hratt. Einn ökumaður var kærður fyrir það að hafa ekki öryggisbeltið spennt og tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað.

Þriðjudagur:
Lögregla hafði á dagvaktinni afskipti af tveimur ökumönnum vegna hraðaksturs. Annar var mældur á Reykjanesbraut á 111 km þar sem hámarkshraði er 90 km en hinn í Njarðvík á 74 km hraða þar sem leyfilegt er að aka á 50 km. Á tímabilu 19:20 - 22:30 vour fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og sá sem hraðast ók var mældur á 123 km/klst. Einn af þessum ökumönnum var einnig kærður fyrir að hafa ekki ökuskírteinið meðferðis.

Miðvikudagur:
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur eftir miðnætti annar var tekinn á Garðskagavegi á móts við Leiruna, og mældist bifreið hans á 126 km/klst. Annar var kærður til að aka á 77 km hraða á Vesturbraut í Keflavík.

Föstudagur:
Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Sandgerðisvegi hann var mældur á 119 km þar sem leyfður hraði er 90 km. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024