Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Töluvert meira er af makríl við Keflavík
    Frá makrílveiðum utan við höfnina í Keflavík. VF-myndir: pket
  • Töluvert meira er af makríl við Keflavík
Mánudagur 19. september 2016 kl. 10:37

Töluvert meira er af makríl við Keflavík

Töluvert meira er af makríl við Keflavík en sést hefur undanfarin ár. Makrílveiðar handfærabáta hafa gengið vel og var afli þeirra kominn yfir 7000 tonn um miðja síðustu viku. Hátt í 50 bátar hafa landað makríl veiddan á handfæri og sá aflahæsti er kominn með yfir 500 tonn. Frá þessu er greint í Fiskifréttum.

Siggi Bessa SF er aflahæsti handfærabáturinn á makríl en skipstjóri þar er Unnsteinn Þráinsson. Hann segir í samtali við Fiskifréttir að hann hafi aðallega verið að veiðum utan við Keflavík og Garð.

„Hér eru stórar torfur og auðvelt að veiða makrílinn. Ekki spillir veðrið fyrir því að blíða hefur verið í allt sumar. Mest höfum við farið í 20 tonn á dag en þá löndum við tvisvar,“ segir Unnsteinn í nýjustu Fiskifréttum. Hann segir makrílinn vera stóran Meðalþyngd 430-450 grömm. Verðið er hins vegar lágt, eða um 60 krónur á kílóið og því þurfi að veiða mikið til að láta dæmið ganga upp.

Nýverið var 2000 tonnum af makríl bætt í pott sem útgerðirnar geti sótt í. Hver bátur getur hins vegar bara fengið 35 tonn á viku. Unnsteinn gagnrýnir það og heldur að makríllinn verði farinn áður en potturinn klárast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024