Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Töluvert magn kannabisefna gert upptækt
Föstudagur 26. júlí 2013 kl. 15:02

Töluvert magn kannabisefna gert upptækt

Lögreglan á Suðurnesjum framkvæmdi húsleit í umdæminu í gærkvöldi þar sem lagt var hald á mikið magn af kannabisefnum í söluumbúðum. Einn aðili var handtekinn vegna málsins og viðurkenndi hann sölu á efnunum.
Jafnframt var lagt hald á peninga sem eru tilkomnir vegna fíkniefnaviðskipta mannsins. Lögreglan minnir á fíkniefnasímsvarann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust ef fólk vill koma á framfæri upplýsingum um fíkniefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024