Töluvert frost í dag
Klukkan 9 var norðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Dálítil snjókoma eða él var víða norðan og austan til, en léttskýjað suðvestanlands. Frost var 0 til 15 stig, kaldast á Þingvöllum.Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Norðlæg átt, 8-13 m/s, en hægari sunnanlands. Skýjað með köflum og víða él eða dálítil snjókoma í dag, einkum þó norðan og austan til. Vaxandi austlæg átt á morgun, 10-15 með éljum síðdegis. Frost yfirleitt 1 til 10 stig, minnst syðst, en dregur úr frosti á morgun.





