Töluverður erill lögreglu í síðustu viku
Þónokkur erill var hjá Lögreglunni í Keflavík í síðustu viku. Á mánudaginn var hald lagt á nokkuð magn fíkniefna við húsleitir og handtökur úti á götu. Á mánudag var einnig tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Drangavelli, en þar hafði verið farið unn um glugga og stolið myndbandsupptökuvél, tveimur myndavélum og DVD mynddiskum. Klukkan rúmlega 18 á mánudaginn féll maður af hestbaki á Vatnsleysuströnd og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Töluvert var um umferðarlagabrot í vikunni og voru þó nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðann akstur. Dagbók Lögreglunnar í Keflavík
Mánudagurinn 17. mars
Kl. 07.04 var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Njarðarbrautar og Borgarvegar. Ekki urðu meiðsli á fólki en talsvert tjón á ökutækjum.
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, tveir á Reykjanesbraut, tveir á Grindavíkurvegi og einn á Aðalgötu.
Kl. 17.00 var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Drangavelli. Hafði verið farið þar inn um opnanlegan glugga og þaðan stolið einni myndbandsupptökuvél, tveimur myndavélum og DVD teiknimyndum. Mun þetta hafa gerst í dag á milli kl. 15.15 og 17.00.
Kl. 18.10 var tilkynnt að maður hafi fallið af hestbaki á Vatnsleysuströnd. Var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á HSS en hann kenndi til í baki.
Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað.
Hald var lagt á 7 gr. af meintu hassi, 6 gr. af meintu amfetamíni og 3 gr. af meintu Marijuana í þremur málum í dag og kvöld. Efni þessi fundust við húsleitir og handtökur úti á götu.
Þriðjudagurinn 18. mars
Kl. 08.20 var tilkynnt frá svæðisstjórn Landsbjargar að lítill bátur Gunnhildur ST-29 hafi fengið net í skrúfuna í innsiglingunni í Hafnir. Búið var að kalla á björgunaraðila en þrír menn voru um borð í bátnum. Kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn kl. 08.47 og var á staðnum þar til björgunarbáturinn Hannes Hafstein frá Sandgerði kom á vettvang kl. 09.20. Tók Hannes Gunnhildi í tog og fór með bátinn áleiðis til Sandgerðis. Kafari kom til móts við bátinn rétt fyrir utan Sandgerði og var þar skorið úr skrúfunni. Silgdi báturinn síðan til hafnar í Sandgerði.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir á Reykjanesbraut, einn á Grindavíkurvegi og einn á Sandgerðisvegi.
Einn aðili kærður fyrir að færa ekki bifreið sína til skoðunar.
Eitt minniháttar umferðaróhapp varð í dag.
Kl. 20:03 var tilkynnt um minniháttar árekstur á Reykjanesbraut við Aðalgötu. Um var að ræða aftanákeyrslu.
Kl. 22:26 var tilkynnt að ekið hafi verið á bifreið utan við 10-11 á Hafnargötu í Keflavík og tjónvaldur ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á er af gerðinni Toyota Avensis, hvít að lit. Hægri afturhurð var mikið dælduð. Upplýsingar vantar um tjónvald.
Miðvikudagurinn 19. mars
Kl. 22:48 var tilkynnt að bifreið hafi oltið á Garðskagavegi. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni og valt hún eina veltu utan vegar og var mikið skemmd. Ekki urðu meiðsl á fólki
Einn ökumaður var kærður fyrir ranga notkun þokuljósa í stað aðalljósa.
Fimmtudagurinn 20. mars
Kl. 18:42 fékk lögreglan tilkynningu um að báturinn Lukku Láki SH 501 hafi strandað er hann varð vélarvana á leið út úr Smábátahöfninni í Keflavík. Báturinn Sunna Líf KE 7 kom fljótlega á staðinn og náði að draga Lukku Láka til hafnar í Keflavíkurhöfn. Ekki er vitað um tjón á Lukku Láka.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar ók á 114 km hraða og hinn á 112 km á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ranga notkun þokuljósa.
Mánudagurinn 17. mars
Kl. 07.04 var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Njarðarbrautar og Borgarvegar. Ekki urðu meiðsli á fólki en talsvert tjón á ökutækjum.
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur, tveir á Reykjanesbraut, tveir á Grindavíkurvegi og einn á Aðalgötu.
Kl. 17.00 var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús við Drangavelli. Hafði verið farið þar inn um opnanlegan glugga og þaðan stolið einni myndbandsupptökuvél, tveimur myndavélum og DVD teiknimyndum. Mun þetta hafa gerst í dag á milli kl. 15.15 og 17.00.
Kl. 18.10 var tilkynnt að maður hafi fallið af hestbaki á Vatnsleysuströnd. Var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á HSS en hann kenndi til í baki.
Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað.
Hald var lagt á 7 gr. af meintu hassi, 6 gr. af meintu amfetamíni og 3 gr. af meintu Marijuana í þremur málum í dag og kvöld. Efni þessi fundust við húsleitir og handtökur úti á götu.
Þriðjudagurinn 18. mars
Kl. 08.20 var tilkynnt frá svæðisstjórn Landsbjargar að lítill bátur Gunnhildur ST-29 hafi fengið net í skrúfuna í innsiglingunni í Hafnir. Búið var að kalla á björgunaraðila en þrír menn voru um borð í bátnum. Kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn kl. 08.47 og var á staðnum þar til björgunarbáturinn Hannes Hafstein frá Sandgerði kom á vettvang kl. 09.20. Tók Hannes Gunnhildi í tog og fór með bátinn áleiðis til Sandgerðis. Kafari kom til móts við bátinn rétt fyrir utan Sandgerði og var þar skorið úr skrúfunni. Silgdi báturinn síðan til hafnar í Sandgerði.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, tveir á Reykjanesbraut, einn á Grindavíkurvegi og einn á Sandgerðisvegi.
Einn aðili kærður fyrir að færa ekki bifreið sína til skoðunar.
Eitt minniháttar umferðaróhapp varð í dag.
Kl. 20:03 var tilkynnt um minniháttar árekstur á Reykjanesbraut við Aðalgötu. Um var að ræða aftanákeyrslu.
Kl. 22:26 var tilkynnt að ekið hafi verið á bifreið utan við 10-11 á Hafnargötu í Keflavík og tjónvaldur ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á er af gerðinni Toyota Avensis, hvít að lit. Hægri afturhurð var mikið dælduð. Upplýsingar vantar um tjónvald.
Miðvikudagurinn 19. mars
Kl. 22:48 var tilkynnt að bifreið hafi oltið á Garðskagavegi. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni og valt hún eina veltu utan vegar og var mikið skemmd. Ekki urðu meiðsl á fólki
Einn ökumaður var kærður fyrir ranga notkun þokuljósa í stað aðalljósa.
Fimmtudagurinn 20. mars
Kl. 18:42 fékk lögreglan tilkynningu um að báturinn Lukku Láki SH 501 hafi strandað er hann varð vélarvana á leið út úr Smábátahöfninni í Keflavík. Báturinn Sunna Líf KE 7 kom fljótlega á staðinn og náði að draga Lukku Láka til hafnar í Keflavíkurhöfn. Ekki er vitað um tjón á Lukku Láka.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar ók á 114 km hraða og hinn á 112 km á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ranga notkun þokuljósa.