Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Töluverður áhugi á uppbyggingu á reit við Hafnargötu
Svæðið sem um ræðir. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 5. júlí 2018 kl. 09:22

Töluverður áhugi á uppbyggingu á reit við Hafnargötu

Töluverður áhugi er fyrir uppbyggingu við Hafnargötu í Keflavík frá húsi nr. 52 og að húsi nr. 58.
Módelhús ehf. (Jóhann Rönning hf.) hefur óskað heimildar til að byggja ofan á húsið að Hafnargötu 52. Á jarðhæð verði áfram verslunarrými en á 2.–4. hæð verði íbúðir.
 
Spurst er fyrir um heimild til að byggja tvær hæðir ofan á Hafnargötu 54. Byggingin verði fjórar hæðir með efstu hæð inndregna. Uppdrættir frá 1978 sýna þriggja hæða hús með efstu hæð inndregna að hluta.
Þá hefur Júnía Vald Jia lagt inn ósk um að vinna deiliskipulag fyrir lóðina Hafnargata 58. Lagt er til að byggð verði hæð ofan á núverandi hús.
 
Þá hefur umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar borist umsögn Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulagstillögu Hafnargötu 56, sem að inntaki fjallar um að gera þarf betur grein fyrir lausnum varðandi bílastæði, umferð um lóð, áhrif á nágrenni og hvatt til að unnið sé heildarskipulag fyrir svæðið.
 
„Töluverður áhugi hefur komið fram um uppbyggingu á þessum reit frá því skipulagstillagan var lögð fram, óformlegar fyrirspurnir frá fasteignaeigendum við Suðurgötu og erindi frá fasteignaeigendum við Hafnargötu 52, 54 og 58 eftir allt að 40 ára bið. Skipulagsráð tekur undir að vinna skal deiliskipulag fyrir reitinn Hafnargata-Vatnsnesvegur-Suðurgata-Skólavegur. Ráðið veitir heimild til að vinna deiliskipulagstillögu fyrir allan reitinn í samráði við hagsmunaaðila,“ segir í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, sem hefur frestað afgreiðslu um umsóknir framangreindra aðila.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024