Töluverð umræða um starfshætti meirihluta bæjarstjórnar
Töluverðar umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í gær þar sem fulltrúar minnihlutans sökuðu meirihlutann um að fara í kringum lýðræðið í ýmsum málum þar sem Sjálfstæðismenn hefðu hreinan meirihluta. Sveindís Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sagði á fundinum í gær að hún væri hætt að kippa sér upp við ólýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans: „Ég verð bara að sætta mig við þetta og er löngu búin að því, enda er hér hreinn meirihluti starfandi.“
Árni Sigfússon sagði að þessi umræða væri mjög ósanngjörn og sagðist ekki kannast við að farið væri illa með lýðræðið. Hann sagði að það hlyti að vera markmið bæjarstjórnar að vinna saman að málum og það væru Sjálfstæðismenn að gera með minnihlutanum. Fleiri tóku til máls um vinnubrögð innan bæjarstjórnar og sköpuðust nokkrar umræður.
VF-ljósmynd: frá bæjarstjórnarfundi.
Árni Sigfússon sagði að þessi umræða væri mjög ósanngjörn og sagðist ekki kannast við að farið væri illa með lýðræðið. Hann sagði að það hlyti að vera markmið bæjarstjórnar að vinna saman að málum og það væru Sjálfstæðismenn að gera með minnihlutanum. Fleiri tóku til máls um vinnubrögð innan bæjarstjórnar og sköpuðust nokkrar umræður.
VF-ljósmynd: frá bæjarstjórnarfundi.