Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Töluverð áhætta að leyfa göngufólki að fara um svæðið við kvikuganginn
Ari Trausti Guðmundsson á fyrirlestri í Keflavík síðasta vetur.
Mánudagur 27. desember 2021 kl. 11:40

Töluverð áhætta að leyfa göngufólki að fara um svæðið við kvikuganginn

Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður varar við því í pistli á Facebook að leyfa göngufólki að fara núna um svæðið ofan við kvikuganginn frá í vetur og 1-2 km breitt belti beggja vegna við hann. Þetta skrifar hann vegna þess að nýjar gossprungur geta opnast til hliðar við kvikuganginn sem varð til fyrr á árinu og þróunin er hröð.

Ari Traustu segir að nú þegar kvika úr kvikuþró við og undir Fagradalsfjalli þrýstir á er margs að gæta. Gangurinn frá í vetur er til staðar en kvika, sem nú leitar upp, stígur ekki upp um hann. Tvennt gæti verið í kortunum, segir Ari Trausti. Nýr gangur treðst upp um sprungu sem er að opnast utan með þeim fyrri (tvö- til margfaldir gangar eru vel þekkt fyrirbæri) eða sprungan verður til hliðlægt við hina - þ.e. tugum eða hundruðum metra frá þeirri eldri, en nánast samsíða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Hvar kvika nær að brjótast út í eldgosi er þar með ÓFYRIRSÉÐ, eins þótt óróapúlsar mælist því nákvæm staðsetning upptaka þeirra er ekki mjög mikil. Gos getur hafist nánast í sömu sprungulegu og síðast (í Geldingadölum og nálægt gígunum þar fyrir NA sem gusu í skamma hríð). Það getur hafist nokkru lengra í NA, í átt að Keili, eða í SV-átt, nær Nátthagakrika. Það getur hafist upp úr sprunguhlutum vestan (í Fagradalsfjalli) eða austan við gígaröðina með eldborginni (nær gönguleiðinni um Langahrygg),“ skrifar Ari Trausti og tekur skýrt fram að hér er um jarðbundið og vísindalegt hugarflug að ræða.

„Tilgangurinn sá að vara við því að leyfa göngufólki að fara núna um svæðið ofan við ganginn frá í vetur og 1-2 km breitt belti beggja vegna við hann. Erfitt að segja til um hve lengi slíkt bann gilti en þróunin er hröð. Þetta þarfnast altént umræðu hjá til þess bærum aðilum og e.t.v. unnt að leyfa göngu á öruggari útsýnsstaði en nálægt umrotasvæðinu,“ segir í færslu Ara Trausta á Facebook.