Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tollverðir sýndu mikla árverkni þegar langt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum
Þriðjudagur 17. apríl 2012 kl. 12:20

Tollverðir sýndu mikla árverkni þegar langt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum



Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á innflutningi á umtalsverðum magni af fíkniefnum. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. apríl og einn til 23. apríl en fjórmenningarnir eru allir erlendir ríkisborgarar.

Mennirnir voru allir handteknir á sunnudagsmorgun, einn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, tveir þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar og sá fjórði, sem er búsettur hérlendis, við heimili sitt. Þrír mannanna höfðu komið hingað með flugi frá Póllandi þennan sama morgun. Það voru tollverðir á Keflavíkurflugvelli sem komust á snoðir um málið en þeir sýndu mikla árverkni og góð vinnubrögð þegar málið uppgötvaðist.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins en það er unnið í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum og tollyfirvöld. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu, segir í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024