Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 21. júlí 2000 kl. 23:20

Tollverðir í Leifsstöð áhugasamir um sætar konur!

Tékknesk ljósmyndafyrirsæta sem kom hingað til lands til að heimsækja reykvískan unnusta sinn á dögunum var stöðvuð af tollvörðum í Leifsstöð, tekin afsíðis og spurð spjörunum úr um nektardans. Þetta kemur fram á visir.is í dag."Það er engu líkara en tollverðirnir gruni allar fagrar konur sem hingað koma um að vera nektardansmeyjar. Ég veit um fleiri dæmi þessu lík," sagði unnusti tékknesku fegurðardísarinnar sem stóð rétt við tollhlið Leifsstöðvar með útbreiddan faðminn þegar sú tékkneska var gripin. "Þeir héldu henni í hálftíma á bak við tjald og yfirheyrðu eins og sakamann. Vissulega er unnusta mín falleg en mér finnst undarlegt ef yfirvöld hafa ekki annað en útlit fólks til að styðjast við þegar þau eru að framfylgja lögum um atvinnuleyfi nektardansmeyja." Þegar Sævar Lýðsson, settur sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, var inntur eftir máli tékknesku fegurðardísarinnar sagðist hann kannast við málið án þess að þekkja það í smáatriðum: "Ég hvatti unnusta tékknesku stúlkunnar til að skrifa okkur formlegt kvörtunarbréf en það hefur ekki borist mér enn. Við erum að framfylgja lögum sem kveða svo á að dansmeyjar utan ES-svæðisins sem hingað koma verði að hafa atvinnuleyfi. Hitt er annað mál að eftirlitið á að fara fram í vegabréfaskoðun á transitsvæði en ekki við venjubundna tollskoðun. Ef þetta hefur gerst við tollhliðið þá er það ekki í samræmi við starfsreglur okkar." Geta fagrar konur með ríkisfang utan ES-svæðisins þá átt von á yfirheyrslum sem þessum þegar þær koma hingað til lands annarra erinda? "Konur geta átt von á þessu, já," sagði Sævar Lýðsson, settur sýslumaður á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024