TOLLVERÐIR FUNDU EÐLU Í HANDFARANGRI
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu stóra og myndarlega eðlu í handfarangri farþega sem kom til landsins frá Kanada á nýársdag. Hér sýnir Jón A. Snæland tollvörður okkur eðluna, en tollverðir sáu fyrst beinagrind hennar í gegnumlýsingartæki sínu. Örlög eðlunnar verða þau að hún verður aflífuð hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. VF-tölvumynd: pket