Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tollgæslan haldlagði lifandi dýr á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 5. október 2010 kl. 18:41

Tollgæslan haldlagði lifandi dýr á Keflavíkurflugvelli


Í síðasta mánuði lagði tollgæslan hald á þrjár lifandi kóngulær af Tarantúluætt en auk þess  fundust tveir Emperial sporðdrekar í farangri hjá farþega sem átti leið um Keflavíkurflugvöll.  Í framhaldi var gerð  líkamsleit á viðkomandi og fundust þá  fjórir snákar innanklæða hjá honum.  Dýrin voru haldlögð og farið var með þau samdægurs til förgunar að Keldum.

Innflutningur á skriðdýrum til Íslands er bannaður. Bannið er til komið vegna alvarlegra sjúkdómstilfella í fólki af völdum salmonellasmits sem rekja má með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024