Tollalagabrot: Leifsstöð nötrar

Rannsókn málsins stendur nú yfir og verst Jóhann allra frétta á meðan öll kurl eru ekki komin til grafar.Starfsmenn Tollgæslunnar leituðu í skápum starfsmanna Leifsstöðvar og vitað er að þeir tóku eitthvað af ólöglegum varningi þar. Aðspurður um það hvort tollverðir sem starfa í flugstöðinni tengist málinu en ábendingar þess efnis bárust embættinu þegar rannsókn embættisins hófst, segir Jóhann svo ekki vera . „Böndin hafa ekki borist að starfsmönnum sýslumanns- embættisins, það færi ekki framhjá neinum ef svo væri“, sagði Jóhann.
Rannsókn málsins verður hraðað eins og kostur er og svo virðist sem margir starfsmenn flugstöðvarinnar tengist þessu máli og brotin virðast einnig mis alvarleg. Umfang málsins reyndist meira en talið var í upphafi og tengist fleiri verslunum en þessari íþróttavöruverslun og er þá verið að kanna óeðlilega rýrnun. Jóhann sagði að það gætu í sumum tilfellum verið eðlilegar skýringar á því hvers vegna varningur úr verslunum Leifsstöðvar væri í einkaskápum starfsmanna.
Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar hf. sagði erfitt að tjá sig um málið á meðan rannsókn stæði yfir. Hann staðfesti þó að brot á tollalöggjöf og starfsmannareglum hafi átt sér stað en sagði rannsókn leiða í ljós hversu umfangsmikið það væri.