Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tólf verkefni fá tíu milljónir
Sunnudagur 23. apríl 2023 kl. 06:08

Tólf verkefni fá tíu milljónir

Alls bárust umsóknir um styrki til átján verkefna upp á rúmar nítján milljónir króna í nýsköpunar- og þróunarsjóð menntasviðs Reykjanesbæjar. Úthlutunin nær til tólf verkefna og nemur heildarfjárhæð styrkloforða rétt tæpum tíu milljónum króna.

Menntasvið Reykjanesbæjar auglýsti eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins í febrúar síðastliðnum. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Sjóðurinn er stuðningur við innleiðingu menntastefnu Reykjanesbæjar, Með opnum hug og gleði í hjarta. Matsnefnd nýsköpunar- og þróunarsjóðs skrifstofu menntasviðs hefur lokið úthlutun fyrir skólaárið 2023–2024.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024