Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Fimmtudagur 29. apríl 1999 kl. 22:51

TÓLF TÖLVUR URÐU VÍRUS AÐ BRÁÐ!

Njarðvíkurskóli varð fyrir því áfalli sl. mánudag að tölvuvírusinn CIH ræsti sig í öllum tölvum skólans nema nýja stoltinu skólastjórans. „Já, það er ljóst að við verðum tölvulausir í dag. Ég er með nýja tölvu og hún ein slapp. Þegar kveikt var á tölvunum í morgun hrundu stýrikerfi þeirra hvert af öðru. Sem betur fer eru öll gögn afrituð tvisvar á sólarhring en 12 móðurborð eyðilögðust og tjónið er metið á u.þ.b. 260 þúsund fyrir utan tímatap og vinnu við uppsetningar og lagfæringar“ sagði Gylfi Guðmundsson skólastjóri í samtali við VF. CIH-vírusinn er upprunalega frá Asíu og ræsir sig árlega þann 26. apríl. Hann dreifist hægar en margir aðrir vírusar en veldur undantekningalaust umtalsverðum skemmdum.
Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25