Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tólf teknir fyrir hraðakstur
Fimmtudagur 19. júní 2008 kl. 09:20

Tólf teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gær 12 ökumenn vegna hraðaksturs. Einn þeirra var mældur á 127 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þrír þessara ökumanna voru stöðvaðir innanbæjar í Reykjanesbæ.

Lögreglan hóf fyrir nokkrum dögum átak gegn hraðakstri í íbúahverfum og er sérstaklega fylgst með götum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Einnig götum þar sem slys hafa orðið eða hraðakstur hefur verið mikill.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024