Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tólf smit á Suðurnesjum í gær
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 11. nóvember 2021 kl. 11:09

Tólf smit á Suðurnesjum í gær

Tólf kórónuveirusmit greindust á Suðurnesjum í gær við sýnatökur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á Iðavöllum. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Í gær greindust 200 tilfelli á landinu öllu og hefur fjöldinn ekki verið svona mikill á einum degi síðan faraldurinn hófst.

„Við tókum 374 sýni á Iðavöllum í gær. Þar af voru 210 hraðpróf. Þeir sem fara í hraðpróf eru helst hópar sem eru í smitgát og þeir sem eru að fara á stóra viðburði,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu hjá HSS í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hraðprófin eru að mestu leiti sýnatökurnar sem starfsfólk heilsugæslunnar fær ekki vitneskum um fyrirfram og því geta myndast raðir þegar margir mæta á sama tíma í þessi próf.

Frá síðasta fimmtudegi hafa að meðaltali verið að greinast tíu smit á dag á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum eru 89 einstaklingar í einangrun með kórónuveiruna.