Tólf smit á Suðurnesjum í gær
Tólf kórónuveirusmit greindust á Suðurnesjum í gær við sýnatökur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á Iðavöllum. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Í gær greindust 200 tilfelli á landinu öllu og hefur fjöldinn ekki verið svona mikill á einum degi síðan faraldurinn hófst.
„Við tókum 374 sýni á Iðavöllum í gær. Þar af voru 210 hraðpróf. Þeir sem fara í hraðpróf eru helst hópar sem eru í smitgát og þeir sem eru að fara á stóra viðburði,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu hjá HSS í samtali við Víkurfréttir.
Hraðprófin eru að mestu leiti sýnatökurnar sem starfsfólk heilsugæslunnar fær ekki vitneskum um fyrirfram og því geta myndast raðir þegar margir mæta á sama tíma í þessi próf.
Frá síðasta fimmtudegi hafa að meðaltali verið að greinast tíu smit á dag á Suðurnesjum
Á Suðurnesjum eru 89 einstaklingar í einangrun með kórónuveiruna.