Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:06

TÓLF HUNDRUÐ MILLJÓNUM VARIÐ TIL SKÓLAMÁLA

Skúli Skúlason, formaður Stýrihóps um einsetningu grunnskóla Reykjanesbæjar, sagði að áætla mætti að um 1,2 milljörðum yrði varið til skólamál vegna einsetningarinnar. „Það er alltaf vandasamt að stilla af verkefni hins opinbera og skynsamlegt getur verið að halda að sér höndum á meðan þensla er á almennum markað. Fyrir rúmu ári síðan var stefnan sett á að ljúka framkvæmdum vegna einsetningarinnar á tveimur árum. Þetta viðamiklum framkvæmdum er ekki auðvelt að fresta þrátt fyrir mikla spennu á verktakamarkaðnum nú í sumar. Þá er viðbúið að strax 1. september dragi úr þessari spennu því þá lýkur ýmsum stórum verkefnum. Innan þessarar áætluðu heildartölu (1,2 milljarða) er fleira en byggingarkostnaður því einnig er um töluvert magn búnaðar að ræða, t.a.m. er gert ráð fyrir tölvu í flestar skólastofur auk lóðarframkvæmda. Einnig er áætlað u.þ.b. 10 milljónum til að bæta aðgengi fatlaðra að íþróttahúsi Njarðvíkurskóla. Þegar upp er staðið er æskilegt að skólarnir fjórir verði sambærilegir, annað væri ósanngjarnt gagnvart íbúum bæjarins. Vegna langskiptingar fara líka yngri nemendur í Holtaskóla og eldri í Myllubakkaskóla. Því fylgja eðlilega kvaðir um um aðbúnað.“ Nú er þenslan í þjóðfélaginu mál málanna í dag. Hefði ekki verið ráð að fresta einsetningu grunnskólanna þar til aðstæður breytast? „Skólamál eru, til lengri tíma litið, hornsteinn hvers samfélags og það er mikilvægt að við séum með örugg og metnaðarfull áform í skólamálum. Það eru mikilsvert þeim sem hér búa sem og þungviktarmál í huga þeirra sem hingað vilja flytja. Án nokkurrar sérstakrar spennu á vinnumarkaði stefnir í að skortur verði á vinnuafli í Reykjanesbæ og staða skólamála hefur mikil áhrif á vilja fólks til að koma og búa hér. Þar að auki ber Reykjanesbæ lagaskylda til að ljúka einsetningu grunnskólanna“ sagði Skúli Þ. Skúlason.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024