Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tólf ára blindur nemandi söng eigið lag með hljómsveit
Fimmtudagur 20. desember 2012 kl. 13:12

Tólf ára blindur nemandi söng eigið lag með hljómsveit

Jólatónleikar voru í öllum deildum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í vikunni. Þá er jólahljómsveit TR á ferðinni í bænum með jólasveinum fyrir Betri bæjar samtökin til að lífga upp á jólastemmninguna.
Á jólatónleikum rythmadeildar í tónlistarskólanum í fyrradag vakti það skemmtilega athygli þegar Már Gunnarsson, tólf ára blindur nemandi söng frumsamið lag og texta. Hann lék sjálfur á píanó og söng svo lagið með undirleik hljómsveitar úr skólanum.

(Mynd): Már við píanóið á tónleikunum í Tónlistarskólanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má svo sjá fleiri myndir frá tónleikum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.