Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 23. febrúar 2001 kl. 10:12

Tókum áhættuna vegna yfirvofandi verkfalls

„Því miður er fiskurinn örugglega orðinn meira eða minna skemmdur í netunum. Skynsemin sagði okkur að leggja netin ekki aftur vegna þess hve spáin var slæm en vegna yfirvofandi verkfalls þá tókum við áhættuna“, segir Oddur Sæmundsson skipstjóri á Stafnesi KE í samtali við InterSeafood.com.
Oddur segir að það hafi verið rétt á mörkunum að hægt væri að stunda veiðarnar um síðustu helgi vegna veðurs en menn hafi látið sig hafa það og fengið þokkalegan afla.
„Ég held að bátarnir héðan úr Keflavík hafi verið að gera það best í Flóanum um helgina og nokkrir bátar voru með átta til tíu tonn eftir daginn. Spáin var slæm og samkvæmt spá Siglingastofnunar um ölduhæðina, sem hægt er að fá sex daga fram í tímann, var óskynsamlegt að leggja netin aftur. Við vissum það en tókum áhættuna og töpum á því núna, segir Oddur en hann segir ölduhæðarspána vera mjög nákvæma og hún hafi staðist upp á klukkustundu og metra í þessu tilviki. Er rætt var við Odd nú eftir hádegið voru skipverjar á Stafnesinu á leiðinni á miðin til þess að vitja um netin.
Áhöfnin á Stafnesinu er ekki ein um að sækja stíft um þessar mundir í von um að ná sem mestum afla fyrir 15. mars en þá kemur boðað verkfall sjómanna til framkvæmda verði ekki samið fyrir þann tíma. Oddur segir töluverða örvæntingu hafa gripið um sig meðal manna enda eru gríðarlegir hagsmunir í húfi jafnt fyrir einstakar útgerðir sem og sjómenn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024