Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tóku tilboði Hýsis í bráðabirgðahúsnæði grunnskóla
Byrjað verður með kennslu fyrir 1. til 3. bekk í bráðabirgða skólahúsnæði í Dalshverfi í haust. VF-mynd/HilmarBragi
Þriðjudagur 2. maí 2017 kl. 15:25

Tóku tilboði Hýsis í bráðabirgðahúsnæði grunnskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði frá Hýsi í tímabundið húsnæði grunnskóla í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Tilboðið var samþykkt á fundi bæjarráðs 27. apríl síðastliðinn. Tilboð Hýsis er upp á 131.489.115 krónur.

Í tímabundna kennsluhúsnæðinu verða kennslustofur, fjölnota salur og starfsmannaaðstaða. Í haust verður byrjað með kennslu fyrir nemendur í 1. til 3. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024