Tóku til í herberginu sínu og héldu tombólu
Þær Helene Rún Benjamínsdóttir, 7 ára og Annía Rún Egilsdóttir, 10 ára héldu tombólu til styrktar Rauða kross Íslands fyrir utan sjoppuna í Sandgerði sl. laugardag. Söfnuðu þær 2200 krónum sem þær afhentu svo Rauða krossinu á þriðjudag ásamt afganginum af dótinu sem notað var á tombólunni.Fengu stúlkurnar viðurkenningarskjal að launum ásamt smá gjöf. Það skemmtilegasta við tombólu stúlknanna var það að þær tóku til í herbergjum sínum deginum áður og var eingöngu notast við hluti sem fundust þar og þær voru hættar að nota. Eiga þessar ungu stúlkur hrós skilið fyrir þessa góðgerðastarfsemi.