Tóku þátt í landsæfingu í Eyjafirði
Á fjórða hundrað manns tóku þátt landsæfingu björgunarsveita sem haldin var í Eyjafirði um nýliðna helgi. M.a. tóku björgunarsveitir frá Suðurnesjum þátt í æfingunni. 52 hópar frá 32 björgunarsveitum fengust við að leysa ýmis verkefni til að æfa handbrögð sem björgunarsveitarfólk þarf að kunna.
Umfang æfingarinnar var gríðar mikið. Björgunarsveitarhópar leystu alls kyns verkefni til dæmis að að keyra þrautabrautir, bjarga fólki útúr flugvélaflaki, hlúa að slösuðu fólki, æfa leitaraðferðir, bjarga fólki úr sjálfheldu og svo mætti lengi telja.
Æfing af þessari stærðargráðu er mikið verk og mikilvægt að gefa nýliðum jafnt sem reyndu fólki tækifæri á að æfa við sem raunverulegastar aðstæður.
Meðfylgjandi mynd tók Sigurður Ólafur Sigurðsson en hún sýnir m.a. björgunarfólk frá Þorbirni í Grindavík sem tók þátt í æfingunni.