Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tóku kunnuglega bifreið úr umferð - myndir
Miðvikudagur 19. mars 2014 kl. 19:20

Tóku kunnuglega bifreið úr umferð - myndir

Myndir af bifreið sem meintir innbrotsþjófar notuðu við þjófnað að Hólabrekku á Garðskaga um nýliðna helgi hafa farið um netið í dag og verið birtar í öllum helstu fréttamiðlum.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af þessari sömu bifreið í Grindavík í gærmorgun, þriðjudagsmorgun. Þá voru skráningarnúmerin klippt af henni á bílastæði framan við bæjarskrifstofurnar í Grindavík, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari VF tók. Þetta gerðist áður en fyrrgreindum myndum úr meintu innbrotsmáli var dreift á netinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024