Tóku fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla
Leikskólabörn af leikskólanum Laut í Grindavík tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í morgun.
Gamli leikskólinn er orðinn full lítill til að þjóna sínu hlutverki og hefur því verið ákveðið að reisa glænýjan skóla handan Dalbrautar og þangað verður rekstur Lautar fluttur.
Nýi leikskólinn verður um 650 m2 að flatarmáli og gera áætlanir ráð fyrir því að hann taki til starfa í marsmánuði á næsta ári.
VF-mynd/Þorgils: Krakkarnir létu sitt ekki eftir liggja og tóku fyrstu skóflustunguna að nýja leikskólanum