Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 09:37
Tók með sér ljósastaur
Rétt fyrir klukkan hálf tíu var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um útafakstur bifreiðar á Strandarheiði, en bifreiðin tók með sér ljósastaur á leiðinni út af. Engin slys urðu á fólki. Í nótt var brotist inn í húsnæði í Sandgerði og fer rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík með rannsókn málsins.