Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Togarinn Orlik í sívöktun
Togarinn Orlik í höfninni í Njarðvík. Skipasmíðastöð Njarðvíkur í baksýn en þar verður togarinn rifinn á næstu vikum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2019 kl. 10:11

Togarinn Orlik í sívöktun

Togarinn Orlik í sívöktun Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt Skipasmíðastöð Njarðvíkur undaþágu á starfsleyfi sínu til niðurrifs á togaranum Orlik út frá ákveðnum forsendum. Togarinn var nærri sokkinn við bryggju í Njarðvík sunnudaginn 21. júlí vegna leka en með snarræði var komið í veg fyrir að skipið myndi sökkva.

Orlik verður rifinn á athafnasvæði skipasmíðastöðvarinnar en einhvern tíma mun taka að útbúa þá aðstöðu. Þá þarf að vera stórstreymt til að koma togaranum á þann stað þar sem hann verðður rifinn.

Togarinn er í dag í sívöktun enda ástand hans mjög slæmt og ryðgöt komin á skrokk skipsins. Frá því skipiðu verður fleytt á þann stað þar sem það verður rifið mun taka þrjá til fimm mánuði að rífa skipið og ganga frá svæðinu aftur.

Togarinn verður rifinn á næstu vikum á þessu svæði vinstra megin á myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024