Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Togari losnaði frá Njarðvíkurbryggju
Þriðjudagur 21. nóvember 2017 kl. 10:13

Togari losnaði frá Njarðvíkurbryggju

Rússneski togarinn Orlik losnaði frá Njarðvíkurbryggju í morgun og var við það að slíta af sér síðustu spottana þegar starfsmenn hafnarinnar og verktakar komu á staðinn. „Við erum orðnir langþreyttir á ástandinu og höfum magoft beðið eigendur skipsins að ganga betur frá því,“ segir Halldór Karl Hermannson, hafnarstjóri Reykjaneshafna, en skipið hefur legið í höfninni árum saman.

Skipið átti að fara erlendis í brotajárn í sumar en ekkert varð úr því þar sem Umhverfisstofnun stöðvaði brottför togarans. Dráttarbátur frá Danmörku var kominn til Íslands og var verið að gera klárt fyrir brottför þegar þegar það kom í ljós að samþykki Umhverfisstofnunar þyrfti að liggja fyrir þegar skip stærri en 300 brúttótonn væru dregin yfir hafið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hilmar Bragi Bárðarson tók myndir í Njarðvíkurhöfn í morgun.