Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Togara bjargað frá því að slitna upp
Frá aðgerðum í Njarðvíkurhöfn nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 21:01

Togara bjargað frá því að slitna upp

Nú er fjölmennt lið að bæta við landfestum á togarann Berglín GK frá Garði. Togarinn er í Njarðvíkurhöfn og var að slíta sig lausan frá bryggju í veðurofsanum sem nú er í Reykjanesbæ.

Nú hefur landfestum verið fjölgað til muna en aðstæður þar sem togarinn er eru erfiðar. Talsverð hreyfing og mikill vindur. Þá gengur sjór yfir varnargarða og gerir allar aðstæður erfiðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024