Töfrastund í Garðskagavita
- íslensk þjóðlög í kvöldblíðunni
Boðið var upp á sannkallaða töfrastund í Garðskagavita í kvöldblíðunni sl. þriðjudag þar sem sópransöngkonan Anna Jónsdóttir flutti íslensk þjóðlög án undirleiks.
Hljómurinn í vitanum var einstaklega fallegur og nutu tónleikagestir hans á þessum óvenjulega tónleikastað og hlýddu jafnframt á fróðleik og sögur um lögin sem flutt voru.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðinni „Uppi og niðri og þar í miðju“ sem fluttir verða um land allt.
Tónleikagestir taka undir sönginn