Tófa völd að útafkeyrslu
Bíll fór út af Vatnsleysustrandarvegi laust eftir hádegið í gær. Ökumaður hafði misst vald á bifreiðinni þar sem hann taldi tófu hafa hlaupið inn á veginn. Engin slys urðu á fólki en bfreiðin var flutt af staðnum með dráttarbifreið.
Tveir ökumenn var stöðvaðir á Reykjanesbraut í gær fyrir of hraðan akstur. Hraði ökutækja var 121 km og 132 km. Leyfilegur hámarkshraði á þessum vegarköflum er 90 km/klst.
Þá hafði lögreglan afskipti af ökumanni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.