Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Töf á póstdreifingu í Vogum vegna óviðráðanlegra aðstæðna
Miðvikudagur 25. janúar 2012 kl. 22:34

Töf á póstdreifingu í Vogum vegna óviðráðanlegra aðstæðna

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem upp hafa komið hjá samstarfsaðila Póstsins á Vogum á Vatnsleysuströnd þá verður töf á þjónustu Póstsins á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Verið er að vinna að ráðstöfunum til að koma pósti til heimila og fyrirtækja og mun Pósturinn sjá til þess að það leysist á næstu dögum. Íbúar mega því búast við að einhver töf verði á útburði.

Ef fólk þarf nauðsynlega að nálgast póst sem það á von á, á næstu dögum, þá er hægt að nálgast póst í pósthúsinu í Keflavík. Það er þá að hluta til póstur sem hefði átt að berast til heimila og fyrirtækja í dag 25.janúar og á morgun 26.janúar. Opnunartími á pósthúsinu í Keflavík er frá kl. 9-16.30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir allar nánari upplýsingar má hafa samband við þjónustuver Póstsins í síma 580 1200.