Tjón á Suðurnesjum jafnvel yfir milljarður króna
– segir í frétt Víkurfrétta eftir febrúarveðrið 1991
Tjón sem varð á eignum á Suðurnesjum í febrúarverðrinu 1991 nam mörg hundruð milljónum króna, jafnvel rúmum milljarði. Þetta segir í frétt á forsíðu Víkurfrétta frá 7. febrúar 1991. Þar var tekið fram að tjón sem varð hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli var metið á 115 milljónir.
Í sömu frétt sagði að það byggðarlag sem fór hvað verst út úr veðrinu var Sandgerði. Tvö íbúðarhús urðu óíbúðarhæf eftir veðrið, eitt fjárhús hvarf og þakið fauk af fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði.
Alls bárust á milli 3-400 tilkynninar til björgunaraðila. Tjón varð við 77 hús í Keflavík. Þá segir að á fjórða hundrað manns hafi tekið þátt í björgunarstörfum þennan óveðursdag.