Tjöluverð virkni á svæðinu og búast má við skjálftavirkni næstu daga
Almannavarnarnefnd Grindavíkurbæjar kom saman kl. 17:00 í dag til þess að taka stöðuna vegna jarðhræringa og jarðskjálfta sem verið hafa síðasta sólarhringinn. Fimm mínútum síðar kom snarpur jarðskálfti, einn af mörgum í dag.
„Ljóst er að töluverð virkni er á svæðinu og má búast við frekari skjálftavirkni næstu daga. Almannavarnanefnd hvetur Grindvíkinga til þess að vera á vaktinni og huga að fyrirbyggjandi aðgerðum á heimilum sínum, eins og lausum munum og að festa skápa, hillur og þunga muni í gólf eða vegg. Almannavarnarnefnd mun áfram fylgjast grannt með gangi mála og senda frá sér nýjar upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir á grindavik.is.
Bæjarbúum er bent á að kynna sér upplýsingar um forvarnir og viðbrögð vegna jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna, http://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=102 eða í símaskrá.
Mörgum brá í brún í gærkvöldi eins og komið hefur fram í fréttum en þó sennilega útlendingum í Bláa lóninu hvað mest en þeir hlupu frá kvöldverði í Lava sal Bláa lónsins. Einnig sló út rafmagni til Grindavíkur í orkuverinu í Svartsengi en í nágrenni þess hafa upptök flestra skjálftana verið.