Tjökkuðu upp bíl og stálu felgum
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um innbrot í geymsluhúsnæði þar sem stolið hafði verið felgum á nýjum vetrardekkjum og allmiklu magni verkfæra. Þar á meðal voru borvél, topplyklasett og verkfæratöskur.
Þjófarnir höfðu tjakkað upp Benz-bifreið, sem stóð í húsnæðinu og tekið undan henni felgurnar með dekkjunum. Þá höfðu þeir rifið úr sambandi box sem innihélt upplýsingar úr myndbandsupptökukerfi. Boxið var horfið af vettvangi. Loks höfðu þeir haft á brott með sér þrjár bjórkippur sem voru í kæli í húsnæðinu