Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 4. nóvember 1999 kl. 11:09

TJARNAR SJÁVARRÉTTAGLEÐI Á MAMMA-MÍA

Matreiðslumennirnir úr Keflavík, þeir Gunnar Páll Rúnarsson og Magnús Ólafsson, sem starfa nú saman á veitingahúsinu Tjörninni í Reykjavík verða gestakokkar á veitingastaðnum Mamma mia í Keflavík í nóvember. Boðið verður upp á 4ra til 5 rétta kvöldverð, sælkera sjávarréttaveislu. Einnig verður vínkynning. Að sögn þeirra Tjarnarbræðra munu þeir reiða fram allt það besta í sjávarfangi enda á heimavelli á þeim bænum þar sem Tjörnin hefur mörg undanfarin ár verið talin besti sjávarréttaveitingastaður landsins. „Þetta verður fimmtíu manna gleðikvöld í góðri stemmningu“, sögðu þeir félagar. Nánar auglýst í næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024