Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tjaldvagnar og fellihýsi á stjá!
Föstudagur 6. maí 2005 kl. 16:26

Tjaldvagnar og fellihýsi á stjá!

Sumarið er komið þegar tjaldvagnar og fellihýsi eru komin á stjá. Víða á Suðurnesjum eru stórar geymslur þar sem þessi sumarbúnaður fólks er geymdur.
Í ferð ljósmyndara Víkurfrétta um Sveitarfélagið Garð í morgun mátti sjá tjaldvagna og fellihýsi sem tekin höfðu verið út úr geymslu sem er í fyrrum járnsmiðju Hauks heitins Þorsteinssonar. Tugir vagna bíða nú eigenda sinna að fara í ferðir á tjaldsvæði víðsvegar um landið þetta sumarið.
Um helguna mun síðan Björgunarsveitin Ægir í Garði opnar sínar geymslur fyrir sumarglöðum viðskiptavinum sínum, en þar er geymt allt frá minnstu tjaldvögnum og upp í stærstu húsbíla. Geymsla á þessum búnaði er helsta fjáröflun björgunarsveitarinnar og er svo komið að árlega eru allar geymslur sveitarinnar troðfullar af þessum sumartækjum.

Myndin: Tjaldvagnar og fellihýsi í Garðinum í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024