Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tjaldur á hraðferð frá Írlandi heim til Sandgerðis
Flugleiðin frá Írlandi og til Sandgerðis er merkt með rauðum lit. Bláa línan er ferðalagið til Írlands. Á innfelldu myndunum er Sölvi Rúnar og neðan við hann má sjá tjald sem heldur til í Útskálakirkjugarði.
Fimmtudagur 10. mars 2022 kl. 18:55

Tjaldur á hraðferð frá Írlandi heim til Sandgerðis

Sölvi Rúnar Vignisson fuglafræðingur segir frá því á fésbókarsíðunni Sandgerði og Sandgerðingar að fyrsti GPS merkti tjaldurinn í Suðurnesjabæ sem stundaði far er kominn heim. Hann hélt til í Enniscrone á Írlandi í vetur en lenti í Lóni þann 5. mars2022 og var svo kominn á leiruna í Sandgerði daginn eftir.

Tjaldurinn var 23 og hálfan tíma til Íslands og svo 10 tíma frá Lóni og heim í Sandgerði. Nú fer hann á fullt að safna orku og finna makann sinn fyrir varp og verja óðalið sitt við Hólkot. Vorið er á næsta leiti, segir Sölvi Rúnar í færslunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024