Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tjaldstæði hafi ekki áhrif á starfsemi flugmódelfélags við Seltjörn
Séð yfir Seltjörn og hluta af Sólbrekkum. Þarna má m.a. sjá aðstöðu Flugmódelfélagsins. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 09:45

Tjaldstæði hafi ekki áhrif á starfsemi flugmódelfélags við Seltjörn

Landmótun hefur unnið fyrir Reykjanesbæ deiliskipulagstillögu fyrir Seltjörn og Sólbrekkuskóg. Tillagan var auglýst og ein athugasemd barst. Flugmódelfélagið óskar eftir að þó skipulagið heimili að tjaldað sé á svæðinu þá hafi það ekki áhrif á þeirra starfsemi sem getur verið hávær og fari fram seint á sumarkvöldum.

Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að tekið verði tillit til athugasemdar Flugmódelfélagsins og ekki verða sett almennt bann á næturflug, en með þeim fyrirvara að geta lagt slíkt bann á tímabundið ef sérstakar aðstæður krefjast þess.

Þá var samþykkt að senda deiliskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024