Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Tjaldanes með 20 tonn tvo daga í röð
Þriðjudagur 22. febrúar 2005 kl. 20:02

Tjaldanes með 20 tonn tvo daga í röð

Góð veiði hefur verið hjá Tjaldanesi GK 525 undanfarna daga og fengu þeir um 20 tonn af vænum þorski á Selvogsbankanum tvo daga í röð nú um helgina. Ásgeir Magnússon skipsstjóri sagði að þetta væri óvenju góð veiði á þessum tíma.

„Ég minnist þess ekki að það hafi verið svona góð veiði á þessum tíma.  Það veiðist mest í 3-4 trossur og það er eins og fiskurinn sé að búa sig undir hrygningu.  Menn tala líka um að það sé allt lífríkið fyrr á ferðinni en venja er þannig að ég býst við að þorskurinn hrygni fyrr en í venjulegu árferði“.   

Áhöfnin var að vonum ánægð þegar Víkurfréttir komu við á bryggjunni þegar Tjaldanes kom inn til löndunar í dag. 

Strákarnir sögðu að þetta væri stór og fallegur þorskur og vonuðu að framhald yrði á þessari góðu veiði.

Texti og myndir: Þorsteinn G. Kristjánsson

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25