Tíu vörubílar fengu aðvörun lögreglu í nótt
Lögreglan í Keflavík setti viðvörunarmiða á tíu vörubíla sem lagt hafði verið í íbúðarhverfum í bænum í nótt. Samkvæmt lögreglusamþykkt í bænum er það bannað en vörubílstjórar segjast ekki hafa neitt annað að fara með bíla sína. Margir bílarnir eru stórir og byrgja sýn úr nálægum húsum. Auk þess fylgir mikill hávaði og mengun því þegar þeir eru gangsettir á morgnana.Vörubílstjórar hafa gengið á fund nýs bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, með ósk um geymslustað fyrir vörubílana. Ekki er komin niðurstaða í því máli.