Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 11:14

Tíu úr íþróttafélagi NES á Evrópuleika Fatlaðra

Tíu íþróttamenn úr NES. íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum hafa verið valdir í landsliðshóp Íslands sem fer á Evrópuleika Special Olympics í Hollandi 27. maí til 4. júní. Fjórir keppendur úr NES keppa í sundi, en það eru Lára Ingimundardóttir, Davíð Már Guðmundsson, Árni Ragnarsson og Helgi Sæmundsson. Þrír taka þátt í frjálsíþróttakeppninni, þau Þormar Ingimarsson, Sigrún Benediktsdóttir og Arnar Már Ingibjörnsson, ný endurkjörinn Íþróttamaður ársins hjá Nes. Þá eru tveir í knattspyrnulandsliðinu, Sigurður Benediktsson og Ragnar Ólafsson, en Rósa Gunnarsdóttir keppir í knattþrautum. Landsliðið heldur til Hollands nk. laugardag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024