Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 27. janúar 2003 kl. 10:31

Tíu torfærukarlar stöðvaðir í Sandvík

Skömmu eftir hádegi á laugardag höfðu lögreglumenn afskipti af tíu mönnum sem hugðust fara í Sandvík á Reykjanesi og aka þar um á torfærubifhjólum. Mönnum þessum var bent á að akstur utan vega væri óheimill sem og akstur á óskráðum og númerslausum ökutækjum. Mennirnir sinntu ábendingu lögreglumannanna og hættu við akstur í Sandvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024